Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 16:31 Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Aðsend mynd Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni. Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Aðrir borgarfulltrúar Framsóknar höfðu enga hugmynd Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira
Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni.
Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Aðrir borgarfulltrúar Framsóknar höfðu enga hugmynd Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira