Sparistellið hennar ömmu Pétur Helgi Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Alþingi Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Skoðun Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun