Guðrún var á sínum stað í hjarta varnar Rosengård og spilaði allan leikinn að venju. Hin 17 ára gamla Bea Sprung stal hins vegar fyrirsögnunum en hún skoraði fyrra mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 Rosengård í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Mimmi Larsson bætti við öðru marki heimaliðsins þegar klukkutími var liðinn og þar við sat, lokatölur 2-0.