SFF viðurkennir brot og greiðir tuttugu milljóna sekt Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 16:00 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF. Vísir/Baldur Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem viðurkennd eru brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa samtökin fallist á að greiða 20 milljónir króna í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotið endurtaki sig. Fólust brot SFF í því að samtökin tjáðu sig opinberlega um verðlagsmál vátryggingafélaga sem eiga aðild að samtökunum og héldu uppi vörnum um verðlagsstefnu þeirra í kjölfar gagnrýni Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Brotið varðar meðal annars grein eftir Katrínu Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra SFF, um verðlagningu tryggingafélaga sem birtist á Vísi í september í fyrra. Um var að ræða viðbrögð við fyrri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, þar sem hann sakaði tryggingafélögin um að okra á viðskiptavinum sínum. Í kjölfar viðbragða SFF sendi FÍB kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. SFF segir að ásetningurinn hafi ekki verið að raska samkeppni heldur opna umræðu um mögulegar leiðir sem skapað geti forsendur til lækkunar iðgjalda. SFF óskaði eftir að ljúka málinu með sátt Fram kemur í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins að samkeppnislög leggi bann við því að hagsmunasamtök fyrirtækja raski samkeppni í starfsemi sinni. Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs frá árinu 2004 sé SFF „óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.“ Eftir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst í fyrra óskaði SFF eftir viðræðum við stofnunina um að ljúka málinu með sátt. Var sáttin undirrituð 21. mars síðastliðinn og í henni viðurkennir SFF að hafa brotið gegn tólftu grein samkeppnislaga og áðurnefndri ákvörðun númer 17/2004. Að sögn Samkeppniseftirlitsins fór SFF með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfyrirtækja sinna sem kom í veg fyrir að aðildarfyrirtækin tækju hvert og eitt til varna um verðlagsstefnu sína með sjálfstæðum hætti. Fólust í þessu samskipti á vettvangi SFF og greinarskrif samtakanna sem birtust opinberlega, þann 25. maí 2021 og 8. september 2021. Fyrri greinin birtist á heimasíðu samtakanna en sú seinni á Vísi. Varhugaverð þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu Að mati Samkeppniseftirlitsins voru brot SFF þess eðlis að ástæða þótti að beita hámarkssekt sem nemur tíu prósentum af veltu samtakanna eða um 20 milljónum króna. Hins vegar horfði Samkeppniseftirlitið til þess að SFF óskaði að eigin frumkvæði eftir sáttarviðræðum, viðurkenndu brot greiðlega og féllust á að grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotin endurtaki sig. „Með þessu hafa SSF auðveldað og stytt rannsókn og málsmeðferðina sem hefur jákvæð samkeppnisleg áhrif. Sökum þessa og eðli málsins var ákveðið að beita ekki þeim ákvæðum samkeppnislaga sem heimila að leggja hærri sekt á hagsmunasamtök fyrirtækja en sem nemur 10% af heildarveltu viðkomandi samtaka.“ „Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu um verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna er sérstaklega varhugaverð. Er mikilvægt að hagsmunasamtök fyrirtækja gæti í hvívetna að fyrirmælum samkeppnislaga og komi ekki að umræðu um atriði sem varða verð á vöru eða þjónustu aðildarfyrirtækja. Er þetta sérstaklega brýnt við þær aðstæður sem nú ríkja,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segir í yfirlýsingu á vef samtakanna að þeim þyki þetta miður. Mikil áhersla sé lögð á fylgni við samkeppnislög í öllu starfi SFF. „Í umræddum greinum viðurkennum við að hafa mátt gæta okkar betur og í kappinu við að koma okkur inn í umræðu um leiðir sem leitt geta til lækkunar iðgjalda, fórum við lengra í okkar umfjöllun um forsendur verðlagningar en æskilegt er. Þykir okkur þetta afar miður og munum við gæta okkar enn betur framvegis og skerpa á okkar ferlum. Við munum þó halda áfram að vekja athygli á nauðsynlegum lagabreytingum sem við teljum að þurfi að ráðast í og gætu komið markaðnum og ekki síst neytendum til góða innan þess ramma sem okkur er heimilt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samkeppnismál Tryggingar Tengdar fréttir Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fólust brot SFF í því að samtökin tjáðu sig opinberlega um verðlagsmál vátryggingafélaga sem eiga aðild að samtökunum og héldu uppi vörnum um verðlagsstefnu þeirra í kjölfar gagnrýni Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Brotið varðar meðal annars grein eftir Katrínu Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra SFF, um verðlagningu tryggingafélaga sem birtist á Vísi í september í fyrra. Um var að ræða viðbrögð við fyrri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, þar sem hann sakaði tryggingafélögin um að okra á viðskiptavinum sínum. Í kjölfar viðbragða SFF sendi FÍB kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. SFF segir að ásetningurinn hafi ekki verið að raska samkeppni heldur opna umræðu um mögulegar leiðir sem skapað geti forsendur til lækkunar iðgjalda. SFF óskaði eftir að ljúka málinu með sátt Fram kemur í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins að samkeppnislög leggi bann við því að hagsmunasamtök fyrirtækja raski samkeppni í starfsemi sinni. Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs frá árinu 2004 sé SFF „óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.“ Eftir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst í fyrra óskaði SFF eftir viðræðum við stofnunina um að ljúka málinu með sátt. Var sáttin undirrituð 21. mars síðastliðinn og í henni viðurkennir SFF að hafa brotið gegn tólftu grein samkeppnislaga og áðurnefndri ákvörðun númer 17/2004. Að sögn Samkeppniseftirlitsins fór SFF með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfyrirtækja sinna sem kom í veg fyrir að aðildarfyrirtækin tækju hvert og eitt til varna um verðlagsstefnu sína með sjálfstæðum hætti. Fólust í þessu samskipti á vettvangi SFF og greinarskrif samtakanna sem birtust opinberlega, þann 25. maí 2021 og 8. september 2021. Fyrri greinin birtist á heimasíðu samtakanna en sú seinni á Vísi. Varhugaverð þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu Að mati Samkeppniseftirlitsins voru brot SFF þess eðlis að ástæða þótti að beita hámarkssekt sem nemur tíu prósentum af veltu samtakanna eða um 20 milljónum króna. Hins vegar horfði Samkeppniseftirlitið til þess að SFF óskaði að eigin frumkvæði eftir sáttarviðræðum, viðurkenndu brot greiðlega og féllust á að grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brotin endurtaki sig. „Með þessu hafa SSF auðveldað og stytt rannsókn og málsmeðferðina sem hefur jákvæð samkeppnisleg áhrif. Sökum þessa og eðli málsins var ákveðið að beita ekki þeim ákvæðum samkeppnislaga sem heimila að leggja hærri sekt á hagsmunasamtök fyrirtækja en sem nemur 10% af heildarveltu viðkomandi samtaka.“ „Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu um verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna er sérstaklega varhugaverð. Er mikilvægt að hagsmunasamtök fyrirtækja gæti í hvívetna að fyrirmælum samkeppnislaga og komi ekki að umræðu um atriði sem varða verð á vöru eða þjónustu aðildarfyrirtækja. Er þetta sérstaklega brýnt við þær aðstæður sem nú ríkja,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segir í yfirlýsingu á vef samtakanna að þeim þyki þetta miður. Mikil áhersla sé lögð á fylgni við samkeppnislög í öllu starfi SFF. „Í umræddum greinum viðurkennum við að hafa mátt gæta okkar betur og í kappinu við að koma okkur inn í umræðu um leiðir sem leitt geta til lækkunar iðgjalda, fórum við lengra í okkar umfjöllun um forsendur verðlagningar en æskilegt er. Þykir okkur þetta afar miður og munum við gæta okkar enn betur framvegis og skerpa á okkar ferlum. Við munum þó halda áfram að vekja athygli á nauðsynlegum lagabreytingum sem við teljum að þurfi að ráðast í og gætu komið markaðnum og ekki síst neytendum til góða innan þess ramma sem okkur er heimilt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkeppnismál Tryggingar Tengdar fréttir Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47
Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00