Vonsvikin með að ríkið vilji ekki byggja bílakjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 11:47 Hjólhýsi og tjaldvagnar munu víkja fyrir nýrri heilsugæslustöð. VÍSIR/ÁSGEIR Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar. Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti. Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti.
Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent