Virkt lýðræði og áhrif íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2022 08:01 Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Umferðaröryggi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun