Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2022 23:00 Selenskí Úkraínuforseti segir að allar hugmyndir um málamiðlanir eða hlutleysi Úkraínu þyrftu að fara í þjóðaratkvæði. UKRINFORM/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira