Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 13:19 Stefán Hrafn Hagalín er mættur á þriðja vinnustaðinn á innan við mánuði og gerir grín að því í færslu sinni sem ber titilinn „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan. Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan.
Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29