Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. mars 2022 11:00 Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurlandaráð Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun