Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Stjarnan 91-83 | Bikarmeistararnir töpuðu í Ljónagryfjunni Andri Már Eggertsson skrifar 25. mars 2022 23:30 Njarðvíkingar geta leyft sér að fagna fram eftir kvöldi. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni. Það tókst en Njarðvík vann sanngjarnan átta stiga sigur sem hefði verið mun stærri ef Stjarnan hefði ekki rankað við sér í fjórða leikhluta. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og komst strax átta stigum yfir 10-2. Segja má að það hafi verið lognið á undan storminum í fyrri hálfleik því Njarðvík átti sviðið. Stjarnan fór afar illa með boltann í fyrri hálfleik og tapaði átta boltum. Njarðvík refsaði nánast í hvert einasta skipti og mátti sjá pirring í herbúðum Stjörnunnar. Njarðvík endaði fyrsta leikhluta á að gera síðustu tólf stigin. Vandræði Stjörnunnar héldu áfram í upphafi annars leikhluta og var Njarðvík nítján stigum yfir 37-18 eftir þrettán mínútuna leik. Njarðvíkingar voru fáliðaðir og voru aðeins tíu leikmenn á skýrslu. Það vantaði meðal annars Hauk Helga Pálsson og Veigar Pál Alexandersson. Eins og klisjan segir þegar það vantar góða menn þá eiga aðrir að stíga upp. Maciek Baginski stal senunni í fyrri hálfleik og gerði ellefu stig. Njarðvík var ekkert á því að hleypa Stjörnunni inn í leikinn í þriðja leikhluta. Bikarmeistararnir hótuðu því um stutta stund að koma sér inn í leikinn en þá gáfu heimamenn í. Njarðvík vann leikhlutann með þremur stigum og jók forskot sitt í átján stig fyrir síðasta fjórðung. Stjarnan spilaði sinn besta bolta í fjórða leikhluta. Gestirnir frá Garðabæ náðu að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig þegar tæplega þrjár mínútur voru til leiksloka en því miður fyrir gestina þá kom það of seint og Njarðvík vann að lokum átta stiga sigur 91-83. Af hverju vann Njarðvík? Heimamenn mættu tilbúnir til leiks og spiluðu frábærlega sérstaklega á fyrstu 30 mínútunum. Stjarnan réði einfaldlega ekkert við hraðann í Njarðvík sem refsaði gestunum nánast fyrir hver einustu mistök. Hverjir stóðu upp úr? Maciek Baginski fékk stærra hlutverk í kvöld vegna fjarveru lykilmanna og skilaði því verki afar vel. Hann endaði með 20 stig. Mario Matasovic var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig og tók einnig 10 fráköst. Hvað gekk illa? Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðann í leiknum. Stjarnan tapaði 17 boltum og skar Robert Turner sig úr með 7 tapaða bolta. Hlynur Bæringsson tók ekki mikið til sín í leiknum og gerði aðeins 2 stig og tók 4 fráköst. Hvað gerist næst? Næsti leikur Njarðvíkur er á sunnudaginn þar sem liðið mætir ÍR í Breiðholti klukkan 18:15. Á mánudaginn mætast Stjarnan og Vestri í Mathús Garðabæjar-höllinni klukkan 19:15. Arnar: Njarðvík var miklu betri en við Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Við vorum lélegir í fráköstum, vorum lengi til baka. Í fyrri hálfleik var Njarðvík miklu betri en við,“ sagði Arnar aðspurður hvernig hans mönnum gekk að ráða við hraðann í leiknum. Arnar hrósaði Njarðvík fyrir öflugan fyrri hálfleik og var Stjarnan 19 stigum undir eftir 13 mínútna leik. „Við sendum mjög oft á þá, við vorum með átta tapaða bolta í fyrri hálfleik og hrós til Njarðvíkingana þeir áttu sigurinn skilið í kvöld.,“ Stjarnan saxaði forskot Njarðvíkur niður í níu stig undir lok leiks og breytti Stjarnan um vörn á þeim tímapunkti. „Við fórum í Indjánavörn þar sem við reyndum að vera grimmari vegna þess við vorum langt frá þeim í varnarleiknum og fann Njarðvík alltaf göt í vörninni okkar,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan UMF Njarðvík
Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni. Það tókst en Njarðvík vann sanngjarnan átta stiga sigur sem hefði verið mun stærri ef Stjarnan hefði ekki rankað við sér í fjórða leikhluta. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og komst strax átta stigum yfir 10-2. Segja má að það hafi verið lognið á undan storminum í fyrri hálfleik því Njarðvík átti sviðið. Stjarnan fór afar illa með boltann í fyrri hálfleik og tapaði átta boltum. Njarðvík refsaði nánast í hvert einasta skipti og mátti sjá pirring í herbúðum Stjörnunnar. Njarðvík endaði fyrsta leikhluta á að gera síðustu tólf stigin. Vandræði Stjörnunnar héldu áfram í upphafi annars leikhluta og var Njarðvík nítján stigum yfir 37-18 eftir þrettán mínútuna leik. Njarðvíkingar voru fáliðaðir og voru aðeins tíu leikmenn á skýrslu. Það vantaði meðal annars Hauk Helga Pálsson og Veigar Pál Alexandersson. Eins og klisjan segir þegar það vantar góða menn þá eiga aðrir að stíga upp. Maciek Baginski stal senunni í fyrri hálfleik og gerði ellefu stig. Njarðvík var ekkert á því að hleypa Stjörnunni inn í leikinn í þriðja leikhluta. Bikarmeistararnir hótuðu því um stutta stund að koma sér inn í leikinn en þá gáfu heimamenn í. Njarðvík vann leikhlutann með þremur stigum og jók forskot sitt í átján stig fyrir síðasta fjórðung. Stjarnan spilaði sinn besta bolta í fjórða leikhluta. Gestirnir frá Garðabæ náðu að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig þegar tæplega þrjár mínútur voru til leiksloka en því miður fyrir gestina þá kom það of seint og Njarðvík vann að lokum átta stiga sigur 91-83. Af hverju vann Njarðvík? Heimamenn mættu tilbúnir til leiks og spiluðu frábærlega sérstaklega á fyrstu 30 mínútunum. Stjarnan réði einfaldlega ekkert við hraðann í Njarðvík sem refsaði gestunum nánast fyrir hver einustu mistök. Hverjir stóðu upp úr? Maciek Baginski fékk stærra hlutverk í kvöld vegna fjarveru lykilmanna og skilaði því verki afar vel. Hann endaði með 20 stig. Mario Matasovic var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig og tók einnig 10 fráköst. Hvað gekk illa? Stjarnan átti í miklum vandræðum með hraðann í leiknum. Stjarnan tapaði 17 boltum og skar Robert Turner sig úr með 7 tapaða bolta. Hlynur Bæringsson tók ekki mikið til sín í leiknum og gerði aðeins 2 stig og tók 4 fráköst. Hvað gerist næst? Næsti leikur Njarðvíkur er á sunnudaginn þar sem liðið mætir ÍR í Breiðholti klukkan 18:15. Á mánudaginn mætast Stjarnan og Vestri í Mathús Garðabæjar-höllinni klukkan 19:15. Arnar: Njarðvík var miklu betri en við Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Við vorum lélegir í fráköstum, vorum lengi til baka. Í fyrri hálfleik var Njarðvík miklu betri en við,“ sagði Arnar aðspurður hvernig hans mönnum gekk að ráða við hraðann í leiknum. Arnar hrósaði Njarðvík fyrir öflugan fyrri hálfleik og var Stjarnan 19 stigum undir eftir 13 mínútna leik. „Við sendum mjög oft á þá, við vorum með átta tapaða bolta í fyrri hálfleik og hrós til Njarðvíkingana þeir áttu sigurinn skilið í kvöld.,“ Stjarnan saxaði forskot Njarðvíkur niður í níu stig undir lok leiks og breytti Stjarnan um vörn á þeim tímapunkti. „Við fórum í Indjánavörn þar sem við reyndum að vera grimmari vegna þess við vorum langt frá þeim í varnarleiknum og fann Njarðvík alltaf göt í vörninni okkar,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“