Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Victor Wembanyama var valinn nýliði ársins í NBA á síðasta tímabili. getty/Ronald Cortes Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo skoruðu báðir fimmtíu stig eða meira í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Sjá meira
Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Sjá meira