Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 14:30 Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Utanríkismál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun