Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Maðurinn sendi hótun um að sprengja upp Alþingi 10. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira