Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Maðurinn sendi hótun um að sprengja upp Alþingi 10. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira