Morgunblaðið fjallar um málið í dag en í frumvarpinu er þó lagt til að hámark á niðurfelldum virðisaukaskatti verði lækkað úr 1.560 þúsund krónum niður í 1.320 þúsund.
Þessi breyting mun að mati ráðuneytisins leiða til þess að tekjutapið af breytingunum verður um 200 milljónum króna minna en ella. Í heild má þó búast við tekjutapi upp á fimm og hálfan milljarð króna, nái frumvarpið fram að ganga.
Í blaðinu segir ennfremur að af þeim rúmlega 4.500 rafbílum sem fengu slíka ívilnun í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund virðisaukann felldan niður að fullu.