Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 10:27 Gosið var mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm. Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01