Framtíð félagsmanna VM verður björt Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 19. mars 2022 07:01 Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Tengdar fréttir Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00 Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM.
Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar