Framtíð félagsmanna VM verður björt Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 19. mars 2022 07:01 Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Tengdar fréttir Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM.
Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun