Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:30 Núverandi meirihlutaflokkar gætu endurnýjað samstarf sitt að loknum kosningum í maí samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Fylgi þeirra innbyrðis er þó á töluverðri hreyfingu. Vísir/Vilhelm Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu