Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2022 07:00 Verjendurnir Jón Bjarni Kristjánsson og Einar Oddur Sigurðsson, ásamt Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Vísir/Vilhelm Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Bræðurnir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Mál héraðssaksóknara byggir meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs, sagði við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu trúfélagið árið 2012 ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs Arnars Ágústssonar.Vísir/vilhelm Sannarlega hafi verið full alvara á bak við stofnun félagsins. Þó þeir hafi fundið upp heitið Zuism vísi það til fornrar trúar Súmera. Einar sagði grunn trúfélagsins vera ævafornan og til séu umfangsmiklar heimildir um hann víða um heim. Félagið hafi verði stofnað um andleg hugðarefni stofnenda sem þeir hafi mikla ástríðu fyrir. Verjandinn bætti við að hinir ákærðu hafi alfarið mótmælt því að eitthvað sé vísvitandi rangt í þeim skjölum sem þeir hafi skilað inn til stjórnvalda. Liðið eins og félaginu hafi verið stolið af sér Þegar til stóð að afskrá trúfélagið árið 2015 vegna skorts á starfsemi steig hópur trúleysingja fram með Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andra Ólafsson í forsvari og tók yfir stjórn Zuism. Einar Oddur, verjandi Ágústs, gagnrýndi að fulltrúi sýslumanns hafi ekki gert tilraun til að hafa samband við stjórn félagsins áður Ísak Andri var gerður forstöðumaður. Fram kom í vitnisburði Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, að hann hafi á sínum tíma haft samband við Ólaf, skráðan forstöðumann og meðstofnanda. Hann var þá verið hættur öllum afskiptum af Zuism og að sögn Halldórs kvaðst Ólafur ekki vita hverjir væru þá stundina með félagið. Verjandinn gerði athugasemd við að Halldór hafi verið í samskiptum við forsvarsmann yfirtökuhópsins áður en auglýst var að til stæði að afskrá Zuism. Hann sagði jafnframt að bræðurnir hafi frétt af skipun Ísaks og yfirtöku félagsins í fjölmiðlum og þeir upplifað að félaginu hafi verið stolið af sér. Í kjölfarið hafi bræðurnir sett sig í samband við forsvarsmenn yfirtökuhópsins, sem hafi ekki haft neinn áhuga á viðræðum. Einar Oddur sagði að næst hafi bræðurnir ráðið sér lögmann og lagt fram stjórnsýslukæru til að fá skipun nýs forstöðumanns hnekkt. Ágúst Arnar Ágústsson neitar sök. Vísir/Vilhelm Ekkert bendi til að þeir hafi villt um fyrir sýslumanni Einar Oddur sagði í málflutningi sínum að upphafleg stjórn Zuism hafi alla tíð verið lögmæt og lagalega séð hafi félagið átt rétt á sóknargjaldgreiðslunum alveg frá upphafi. Ekkert handbært sé í málinu sem gefi tilefni til að ætla að bræðurnir hafi verið í vondri trú um starfsemi félagsins og villt um fyrir fulltrúa sýslumanns. Deilunum um stjórn félagsins lauk í janúar 2017 þegar innanríkisráðuneytið ógilti skipun Ísaks, forsvarsmanns yfirtökuhópsins, sem forstöðumanns. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann Zuism í október sama ár og greiddi Fjársýsla ríkisins þá út þau sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráðin. Verjandinn sagði að í þeirri aðgerð hafi falist staðfesting á því að trúfélagið starfaði lögum samkvæmt og þau skilaboð send til hinna ákærðu. Ekki sé svo hægt að birtast fimm árum síðar með efasemdir um lögmæti skráningar félagsins. Einar Oddur bætti við að ef allt væri eðlilegt hefði sýslumaður átt að láta stjórnendur vita um efasemdir sínar áður en Ágúst var skipaður og félagið fékk sóknargjöldin. Það hefði verið hægðarleikur að svara fyrirspurnum frá embættinu ef eftir því hefði verið leitað á sínum tíma. Eðlilegar skýringar væru á því sem ákæruvaldið hafi reynt að gera tortryggilegt. Zuism hefur ekki haft aðgang að uppsöfnuðum sóknargjöldum í nokkurn tíma. Ekki þorað að auglýsa viðburði Athugasemdir fulltrúa sýslumanns og ákæruvaldsins snúa meðal annars að því að Zuism hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til skráðra trúfélaga. Í málflutningi saksóknara kom fram að ekkert hafi komið fram í málinu um að nokkurs staðar á byggðu bóli sé virkur átrúnaður á kenningarkerfi Zuism líkt og stofnendur trúfélagsins hafi haldið fram. Málið snúist um gróf og stórfelld auðgunar- og hagnaðarbrot, hátt í 90 milljóna króna fjársvik, peninga sem ákærðu hafi fengið án þess að raunveruleg trúariðkun hafi verið í gangi hjá félaginu. Einar Oddur, verjandi Ágústs sagði að trúfélagið hafi lengi verði án forstöðumanns áður en Ísak og síðar Ágúst var skipaður og því hafi félagið átt erfitt með að standa fyrir athöfnum og fjáröflun. Þó hafi verið haldnar einhverjar samkomur á þessu tímabili og þess getið í skýrslum sem skilað var til sýslumanns. Eftir að sóknargjöldin voru loks greidd út tók við blómaskeið hjá félaginu að sögn verjandans og hófst starfsemi af fullum krafti. Sakborningarnir hafni því að eitthvað af þessu hafi verið leikþáttur eða sýndarmennska. Einar Oddur sagði jafnframt að bræðurnir hafi þurft að þola óvægna umræðu í fjölmiðlum, fengið hótanir frá fólki út í bæ og því kosið að fara huldu höfði. Því hafi þeir ekki getað hugað að starfsemi félagsins eins og á var kosið og jafnvel forðast að auglýsa viðburði af ótta við að verða fyrir aðkasti. Að lokum hafi þeir orðið langþreyttir á því að reyna að viðhalda starfsemi trúarfélagsins við þessar aðstæður og gefist upp. Verjandinn sagði útilokað sé að sýna fram á að öflun þeirra fjármuna sem um ræðir hafi komið til með tilstilli fjársvika. Ágúst hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og báðir bræðurnir viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Einar mjög trúarlega þenkjandi Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi Einars, gerði athugasemd við að ákæruvaldið hafi gert mikið úr tengingu Zuism við móðurkirkju Zuism í Delaware í Bandaríkjunum og að litlar upplýsingar lægu fyrir um félagið. Vísað var til móðurkirkjunnar í umsókn um skráningu trúfélagsins á sínum tíma en Jón sagði að það hafi legið fyrir að Einar sjálfur hafi stofnað Zuism í Delaware þar sem hann kynntist upphaflega fornsúmerísku trú, grunni Zuism. Verjandinn vísaði svo til fyrri framburðar Einars þar sem hann sagðist vera mjög trúarlega þenkjandi. Hann bætti við að eiginkona Einars hafi einnig vitnað til um það fyrir dómi. Jón sagði að vissulega hafi verið margt sem betur mátti fara í rekstri trúfélagsins en héraðssaksóknara hafi ekki tekist að sýna fram í hverju meint blekking bræðranna átti að felast. Ákæruvaldið hafi lagt fram ógrynni gagna en við yfirferð komi í ljós að þau séu hvorki fugl né fiskur. Hver einasta athöfn og hvert einasta orð bræðranna hafi verið gert tortryggilegt. Margt líkt með starfsemi Ásatrúarfélagsins Í málflutningi sínum hefur saksóknari lagt áherslu á að Zuism hafi ekki fullnægt þeim skilyrðum sem gerð eru í lögum til skráðra trúfélaga, þeirra á meðal að félagið hafi náð fótfestu og starfsemi þess sé virk og stöðug. Hér tiltók Jón Ásatrúarfélagið sérstaklega og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Verjandinn benti á að þetta minni óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Einar Ágústsson hefur ekki verið skráður forstöðumaður Zuism. Héraðssaksóknari telur þó að bræðurnir hafi stýrt félaginu saman og Einar séð meira um fjármálahliðina. Vísir/Vilhelm Jón hélt áfram að gagnrýna ákæruvaldið og sagði ekki vott af sönnunarfærslu í málinu. Það væri að öllu leyti byggt á gögnum sem félagið hafi skilað til opinberra aðila og hnotið sé um hverja misfærslu sem til sé til að gera gjörðir bræðranna tortryggilegar. Frjálslegar ályktanir séu dregnar og engin rannsókn hafi svo að segja farið fram hjá lögreglu sem hafi aðallega tekið saman Excel-skjöl með greiðslum inn og út af reikningum trúfélagsins. Ríkið ekki tapað þessum fjármunum Verjandinn mótmælti þeirri röksemd saksóknara að sóknargjöldin tilheyri í grunninn ríkinu og séu greidd af almennu skattfé. Jón sagði að Alþingi skammti ríkinu hluta af staðgreiðslu opinberra gjalda og öll trúfélög eigi sömuleiðis hlutdeild í opinberum gjöldum. Það sé ekki svo að fyrst fái ríkið tekjurnar og greiði svo út til trúfélaga. Jón velti því upp hvert raunverulegt tjón ríkisins hafi verið af greiðslum til Zuism og sagði að engin greining hafi farið fram hjá lögreglu á því frá hvaðan þessir þrjú þúsund meðlimir sem gengu til liðs við Zuism komu. „Við höfum enga hugmynd um hverjir misstu spón úr aski sínum.“ Verjandinn benti á að í ákæru sé gert að því að það hafi verið ríkið sem hafi misst þessa peninga en sagði það í raun einungis eiga við um þá einstaklinga sem voru áður skráðir utan trúfélaga. Hægt sé að fullyrða að stór hluti þessara þrjú þúsund einstaklinga hafi verið í öðrum trú- eða lífsskoðunarfélögum. „Ríkið átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga. Hverju breytir það fyrir ríkið að greiða Zuism 60 milljónir eða Þjóðkirkjunni 60 milljónir?“ sagði Jón. Hann bætti við að verjendunum væri fyrirmunað að skilja hvers vegna bræðurnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik. Einar og Ágúst hafi verið réttmætir stjórnendur Zuism og það hafi verið eðlileg viðbrögð að reyna að ná aftur stjórnartaumunum eftir að yfirtökuhópurinn náði völdum. Þetta lýsi ekki ásetningi til fjársvika og ákæruvaldið hafi ekki tekist að sanna neinn ásetning. Bræðurnir hafi raunar verið í góðri trú og talið að þeir uppfylltu alla tíð skilyrði löggjafar um skráð trúfélög. Zuism Trúmál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. 10. mars 2022 17:26 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Bræðurnir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Mál héraðssaksóknara byggir meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs, sagði við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu trúfélagið árið 2012 ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ágústs Arnars Ágústssonar.Vísir/vilhelm Sannarlega hafi verið full alvara á bak við stofnun félagsins. Þó þeir hafi fundið upp heitið Zuism vísi það til fornrar trúar Súmera. Einar sagði grunn trúfélagsins vera ævafornan og til séu umfangsmiklar heimildir um hann víða um heim. Félagið hafi verði stofnað um andleg hugðarefni stofnenda sem þeir hafi mikla ástríðu fyrir. Verjandinn bætti við að hinir ákærðu hafi alfarið mótmælt því að eitthvað sé vísvitandi rangt í þeim skjölum sem þeir hafi skilað inn til stjórnvalda. Liðið eins og félaginu hafi verið stolið af sér Þegar til stóð að afskrá trúfélagið árið 2015 vegna skorts á starfsemi steig hópur trúleysingja fram með Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andra Ólafsson í forsvari og tók yfir stjórn Zuism. Einar Oddur, verjandi Ágústs, gagnrýndi að fulltrúi sýslumanns hafi ekki gert tilraun til að hafa samband við stjórn félagsins áður Ísak Andri var gerður forstöðumaður. Fram kom í vitnisburði Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, að hann hafi á sínum tíma haft samband við Ólaf, skráðan forstöðumann og meðstofnanda. Hann var þá verið hættur öllum afskiptum af Zuism og að sögn Halldórs kvaðst Ólafur ekki vita hverjir væru þá stundina með félagið. Verjandinn gerði athugasemd við að Halldór hafi verið í samskiptum við forsvarsmann yfirtökuhópsins áður en auglýst var að til stæði að afskrá Zuism. Hann sagði jafnframt að bræðurnir hafi frétt af skipun Ísaks og yfirtöku félagsins í fjölmiðlum og þeir upplifað að félaginu hafi verið stolið af sér. Í kjölfarið hafi bræðurnir sett sig í samband við forsvarsmenn yfirtökuhópsins, sem hafi ekki haft neinn áhuga á viðræðum. Einar Oddur sagði að næst hafi bræðurnir ráðið sér lögmann og lagt fram stjórnsýslukæru til að fá skipun nýs forstöðumanns hnekkt. Ágúst Arnar Ágústsson neitar sök. Vísir/Vilhelm Ekkert bendi til að þeir hafi villt um fyrir sýslumanni Einar Oddur sagði í málflutningi sínum að upphafleg stjórn Zuism hafi alla tíð verið lögmæt og lagalega séð hafi félagið átt rétt á sóknargjaldgreiðslunum alveg frá upphafi. Ekkert handbært sé í málinu sem gefi tilefni til að ætla að bræðurnir hafi verið í vondri trú um starfsemi félagsins og villt um fyrir fulltrúa sýslumanns. Deilunum um stjórn félagsins lauk í janúar 2017 þegar innanríkisráðuneytið ógilti skipun Ísaks, forsvarsmanns yfirtökuhópsins, sem forstöðumanns. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann Zuism í október sama ár og greiddi Fjársýsla ríkisins þá út þau sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráðin. Verjandinn sagði að í þeirri aðgerð hafi falist staðfesting á því að trúfélagið starfaði lögum samkvæmt og þau skilaboð send til hinna ákærðu. Ekki sé svo hægt að birtast fimm árum síðar með efasemdir um lögmæti skráningar félagsins. Einar Oddur bætti við að ef allt væri eðlilegt hefði sýslumaður átt að láta stjórnendur vita um efasemdir sínar áður en Ágúst var skipaður og félagið fékk sóknargjöldin. Það hefði verið hægðarleikur að svara fyrirspurnum frá embættinu ef eftir því hefði verið leitað á sínum tíma. Eðlilegar skýringar væru á því sem ákæruvaldið hafi reynt að gera tortryggilegt. Zuism hefur ekki haft aðgang að uppsöfnuðum sóknargjöldum í nokkurn tíma. Ekki þorað að auglýsa viðburði Athugasemdir fulltrúa sýslumanns og ákæruvaldsins snúa meðal annars að því að Zuism hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til skráðra trúfélaga. Í málflutningi saksóknara kom fram að ekkert hafi komið fram í málinu um að nokkurs staðar á byggðu bóli sé virkur átrúnaður á kenningarkerfi Zuism líkt og stofnendur trúfélagsins hafi haldið fram. Málið snúist um gróf og stórfelld auðgunar- og hagnaðarbrot, hátt í 90 milljóna króna fjársvik, peninga sem ákærðu hafi fengið án þess að raunveruleg trúariðkun hafi verið í gangi hjá félaginu. Einar Oddur, verjandi Ágústs sagði að trúfélagið hafi lengi verði án forstöðumanns áður en Ísak og síðar Ágúst var skipaður og því hafi félagið átt erfitt með að standa fyrir athöfnum og fjáröflun. Þó hafi verið haldnar einhverjar samkomur á þessu tímabili og þess getið í skýrslum sem skilað var til sýslumanns. Eftir að sóknargjöldin voru loks greidd út tók við blómaskeið hjá félaginu að sögn verjandans og hófst starfsemi af fullum krafti. Sakborningarnir hafni því að eitthvað af þessu hafi verið leikþáttur eða sýndarmennska. Einar Oddur sagði jafnframt að bræðurnir hafi þurft að þola óvægna umræðu í fjölmiðlum, fengið hótanir frá fólki út í bæ og því kosið að fara huldu höfði. Því hafi þeir ekki getað hugað að starfsemi félagsins eins og á var kosið og jafnvel forðast að auglýsa viðburði af ótta við að verða fyrir aðkasti. Að lokum hafi þeir orðið langþreyttir á því að reyna að viðhalda starfsemi trúarfélagsins við þessar aðstæður og gefist upp. Verjandinn sagði útilokað sé að sýna fram á að öflun þeirra fjármuna sem um ræðir hafi komið til með tilstilli fjársvika. Ágúst hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og báðir bræðurnir viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Einar mjög trúarlega þenkjandi Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi Einars, gerði athugasemd við að ákæruvaldið hafi gert mikið úr tengingu Zuism við móðurkirkju Zuism í Delaware í Bandaríkjunum og að litlar upplýsingar lægu fyrir um félagið. Vísað var til móðurkirkjunnar í umsókn um skráningu trúfélagsins á sínum tíma en Jón sagði að það hafi legið fyrir að Einar sjálfur hafi stofnað Zuism í Delaware þar sem hann kynntist upphaflega fornsúmerísku trú, grunni Zuism. Verjandinn vísaði svo til fyrri framburðar Einars þar sem hann sagðist vera mjög trúarlega þenkjandi. Hann bætti við að eiginkona Einars hafi einnig vitnað til um það fyrir dómi. Jón sagði að vissulega hafi verið margt sem betur mátti fara í rekstri trúfélagsins en héraðssaksóknara hafi ekki tekist að sýna fram í hverju meint blekking bræðranna átti að felast. Ákæruvaldið hafi lagt fram ógrynni gagna en við yfirferð komi í ljós að þau séu hvorki fugl né fiskur. Hver einasta athöfn og hvert einasta orð bræðranna hafi verið gert tortryggilegt. Margt líkt með starfsemi Ásatrúarfélagsins Í málflutningi sínum hefur saksóknari lagt áherslu á að Zuism hafi ekki fullnægt þeim skilyrðum sem gerð eru í lögum til skráðra trúfélaga, þeirra á meðal að félagið hafi náð fótfestu og starfsemi þess sé virk og stöðug. Hér tiltók Jón Ásatrúarfélagið sérstaklega og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Verjandinn benti á að þetta minni óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Einar Ágústsson hefur ekki verið skráður forstöðumaður Zuism. Héraðssaksóknari telur þó að bræðurnir hafi stýrt félaginu saman og Einar séð meira um fjármálahliðina. Vísir/Vilhelm Jón hélt áfram að gagnrýna ákæruvaldið og sagði ekki vott af sönnunarfærslu í málinu. Það væri að öllu leyti byggt á gögnum sem félagið hafi skilað til opinberra aðila og hnotið sé um hverja misfærslu sem til sé til að gera gjörðir bræðranna tortryggilegar. Frjálslegar ályktanir séu dregnar og engin rannsókn hafi svo að segja farið fram hjá lögreglu sem hafi aðallega tekið saman Excel-skjöl með greiðslum inn og út af reikningum trúfélagsins. Ríkið ekki tapað þessum fjármunum Verjandinn mótmælti þeirri röksemd saksóknara að sóknargjöldin tilheyri í grunninn ríkinu og séu greidd af almennu skattfé. Jón sagði að Alþingi skammti ríkinu hluta af staðgreiðslu opinberra gjalda og öll trúfélög eigi sömuleiðis hlutdeild í opinberum gjöldum. Það sé ekki svo að fyrst fái ríkið tekjurnar og greiði svo út til trúfélaga. Jón velti því upp hvert raunverulegt tjón ríkisins hafi verið af greiðslum til Zuism og sagði að engin greining hafi farið fram hjá lögreglu á því frá hvaðan þessir þrjú þúsund meðlimir sem gengu til liðs við Zuism komu. „Við höfum enga hugmynd um hverjir misstu spón úr aski sínum.“ Verjandinn benti á að í ákæru sé gert að því að það hafi verið ríkið sem hafi misst þessa peninga en sagði það í raun einungis eiga við um þá einstaklinga sem voru áður skráðir utan trúfélaga. Hægt sé að fullyrða að stór hluti þessara þrjú þúsund einstaklinga hafi verið í öðrum trú- eða lífsskoðunarfélögum. „Ríkið átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga. Hverju breytir það fyrir ríkið að greiða Zuism 60 milljónir eða Þjóðkirkjunni 60 milljónir?“ sagði Jón. Hann bætti við að verjendunum væri fyrirmunað að skilja hvers vegna bræðurnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik. Einar og Ágúst hafi verið réttmætir stjórnendur Zuism og það hafi verið eðlileg viðbrögð að reyna að ná aftur stjórnartaumunum eftir að yfirtökuhópurinn náði völdum. Þetta lýsi ekki ásetningi til fjársvika og ákæruvaldið hafi ekki tekist að sanna neinn ásetning. Bræðurnir hafi raunar verið í góðri trú og talið að þeir uppfylltu alla tíð skilyrði löggjafar um skráð trúfélög.
Zuism Trúmál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. 10. mars 2022 17:26 Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. 10. mars 2022 17:26
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29