Konur sem elska feðraveldið Lúðvík Júlíusson skrifar 17. mars 2022 13:30 Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar