Getur þú glatt barn með hjóli? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. mars 2022 09:30 Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun