Íslenski boltinn

Einu stig Grindvíkinga komu í átta marka leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grindvíkingar unnu góðan sigur gegn Fram í Lengjubikarnum í kvöld.
Grindvíkingar unnu góðan sigur gegn Fram í Lengjubikarnum í kvöld. Vísir/Hanna

Grindvíkingar heimsóttu Fram í lokaleik liðanna í fjórða riðli A-deildar Lengjubikars karla í kvöld. Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, en það voru Grindvíkingar sem unnu góðan 5-3 útisigur.

Eftir að hafa lent 1-0 undir snemma leiks þurftu Framarar að leika manni færri frá 23. mínútu eftir að leikmaður liðsins nældi sér í beint rautt spjald. Grindvíkingar nýttu sér liðsmuninn og komust í 2-0 stuttu síðar áður en Framarar minnkuðu muninn í 2-1. Grindvíkingar bættu þó einu marki við fyrir hlé og staðan var því 3-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Tíu leikmenn Fram voru ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og þeir voru búnir að jafna metin eftir klukkutíma leik. Grindvíkingar tóku þó forystuna á nú þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka, en liðið tryggði sér svo 5-3 sigur með marki undir lok leiks.

Þetta voru fyrstu og einu stig Grindvíkinga í riðlinum, en liðið endar á botninum með þrjú stig. Framarar enda sæti ofar með einu stigi meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×