Engin mál hjá lögreglu vegna grunsamlegs blás sendibíls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 17:17 Hinn umtalaði bíll á götum Reykjavíkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira