Reykjavík – spennandi kostur Birna Hafstein skrifar 15. mars 2022 07:01 Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun