Reykjavík – spennandi kostur Birna Hafstein skrifar 15. mars 2022 07:01 Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun