Síminn, Vodafone og Nova – „Eru íbúar í dreifbýli minna virði en íbúar í þéttbýli?“ Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2022 11:31 Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Fjarskipti Byggðamál Skoðun: Kosningar 2022 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun