Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. mars 2022 14:35 Jóhann Karl I, fyrrverandi konungur Spánar og Soffía eiginkona hans. JUANJO MARTÍN/GETTY IMAGES Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57
Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31
Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53