Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 12:15 Listi flokksins var samþykktur fyrr í vikunni. Mynd/Samfylkingin Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listinn var samþykktur á fundi flokksins þann 7. mars. Guðmundur var efstur í flokksvali sem haldið var í febrúar en á eftir honum koma Sigrún Sverrisdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargsdóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Kolbrún Magnúsdóttir og er það sömuleiðis í samræmi við niðurstöður flokksvalsins. Samfylkingin er nú með tvo bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, Sigrúnu Sverrisdóttur og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, en Adda skipar nú heiðurssæti á listanum. Tveir varabæjarfulltrúar eru á listanum, þeir Árni Rúnar og Stefán Már. „Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ekki bara sigurstranglegur heldur líka fjölbreyttur en á listanum er fólk úr öllum áttum úr hafnfirsku samfélagi. Við erum með ungt og ferskt fólk í bland við reynslu sem hefur brennandi áhuga á öllum hliðum samfélagsins. Hafnarfjörður er jafnaðarmannabær og við erum mætt til leiks og ætlum að láta verkin tala,“ segir Guðmundur Árni um niðurstöðurnar. Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Þá var hann félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Guðmundur Árni Stefánsson Sigrún Sverrisdóttir Árni Rúnar Þorvaldsson Hildur Rós Guðbjargardóttir Stefán Már Gunnlaugsson Kolbrún Magnúsdóttir Auður Brynjólfsdóttir Jón Grétar Þórsson Gunnar Þór Sigurjónsson Helga Þóra Eiðsdóttir Gauti Skúlason Gundega Jaunlinina Snædís Helma Harðardóttir Símon Jón Jóhannsson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir Reynir Ingibjartsson Sigurjóna Hauksdóttir Gylfi Ingvarsson 77 Sigrid Foss Steinn Jóhannsson Adda María Jóhannsdóttir Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fór fram með rafrænum hætti í dag en Guðmundur Árni Stefánsson kemur til með að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. 12. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðmundur var efstur í flokksvali sem haldið var í febrúar en á eftir honum koma Sigrún Sverrisdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargsdóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Kolbrún Magnúsdóttir og er það sömuleiðis í samræmi við niðurstöður flokksvalsins. Samfylkingin er nú með tvo bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, Sigrúnu Sverrisdóttur og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, en Adda skipar nú heiðurssæti á listanum. Tveir varabæjarfulltrúar eru á listanum, þeir Árni Rúnar og Stefán Már. „Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ekki bara sigurstranglegur heldur líka fjölbreyttur en á listanum er fólk úr öllum áttum úr hafnfirsku samfélagi. Við erum með ungt og ferskt fólk í bland við reynslu sem hefur brennandi áhuga á öllum hliðum samfélagsins. Hafnarfjörður er jafnaðarmannabær og við erum mætt til leiks og ætlum að láta verkin tala,“ segir Guðmundur Árni um niðurstöðurnar. Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Þá var hann félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Guðmundur Árni Stefánsson Sigrún Sverrisdóttir Árni Rúnar Þorvaldsson Hildur Rós Guðbjargardóttir Stefán Már Gunnlaugsson Kolbrún Magnúsdóttir Auður Brynjólfsdóttir Jón Grétar Þórsson Gunnar Þór Sigurjónsson Helga Þóra Eiðsdóttir Gauti Skúlason Gundega Jaunlinina Snædís Helma Harðardóttir Símon Jón Jóhannsson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir Reynir Ingibjartsson Sigurjóna Hauksdóttir Gylfi Ingvarsson 77 Sigrid Foss Steinn Jóhannsson Adda María Jóhannsdóttir
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fór fram með rafrænum hætti í dag en Guðmundur Árni Stefánsson kemur til með að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. 12. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Flokksval Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fór fram með rafrænum hætti í dag en Guðmundur Árni Stefánsson kemur til með að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. 12. febrúar 2022 19:35