Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 19:00 Hér má sjá einn þeirra þriggja bíla sem varð fyrir bílnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira