Hleypa lofti úr dekkjum í skjóli nætur í þágu loftslagsbaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 11:22 Mynd sem hópurinn birti á dögunum þar sem sjá má félagsmann skera á dekk jepplings. Tyre Estinghuisers Hópur breskra aðgerðasinna í loftslagsmálum hefur gripið til þeirra ráða að hleypa lofti úr dekkjum hundruð jeppa og jepplinga í stórborgum Bretlands. Hópurinn vill útrýma slíkum bílum á þéttbýlum svæðum. Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent