Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 08:23 Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins. AP Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn. Suður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn.
Suður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira