Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 15:38 Vigdís var kjörinn borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira