Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 9. mars 2022 23:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira