Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 17:30 Smáforritið Overtune er orðið það mest sótta hér á landi. Overtune Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu. Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Nokkur forvitni hefur ríkt í kringum forritið sem hefur verið áberandi í notkun hjá hinum ýmsu áhrifavöldum. Forritið veitir öllum aðgang að tónsköpun óháð tónlistar- og tækniþekkingu. Notendur geta púslað saman takti á einfaldan máta, sungið yfir hann með ýmsum „voice effects“, tekið upp stutt myndband yfir lagið sitt og deilt því áfram á sína samfélagsmiðla. „Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ sagði Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune, í samtali við Ísland í dag nú á dögunum. Sjá einnig: „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ @villineto Þú veist hver þú ert #overtune original sound - Villineto Hægt að semja sitt eigið Eurovision lag heima í stofu OverTune hefur þegar hafið samstarf með mikið af stærsta tónlistarfólki landsins. Hægt er að nálgast taktpakka gerða af listafólki á borð við Bassa Maraj, ClubDub, Gugusar og Inspector Spacetime inn á forritinu. Taktpakki í sérstökum Eurovision-stíl er einnig komin út og geta því allir samið sitt eigið Eurovision lag heima í stofu. OverTune hefur verið vinsælt hjá hinum ýmsu áhrifavöldum og tónlistarfólki á borð við Þórunni Antoníu, Sunnevu Einarsdóttur, Binna Glee og Villa Neto. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig hægt er að nota forritið. @overtuneapp Overtune is a new music driven content creation app where you can unleash your creativity and compose the moment! Available on march 5th! original sound - OverTune Vítamínsprauta þegar fyrrverandi forstjóri Sony Music gekk til liðs við þá OverTune var stofnað af þeim Sigurður Ásgeiri, framkvæmdastjóra, Pétri Eggerz, vöru- og tæknistjóra og Jasoni Daða Guðjónssyni, hönnunarstjóra. Dæmi um hluthafa í fyrirtækinu má nefna Charles Huang, einn hugmyndasmiðanna að baki hinum vinsæla tölvuleik Guitar Hero, og Nick Gatfield fyrrum forstjóra Sony Music í Bretlandi. Sjá: Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,” sagði Jason Daði í samtali við Vísi í kjölfar þess að tilkynnt var að Gatfield hefði gengið til liðs við fyrirtækið, en Gatfield hefur unnið með mörgu af stærsta tónlistarfólki heims, og uppgötvaði meðal annars söngkonuna Amy Winehouse. Forritið er aðgengilegt öllum iPhone notendum, þeim að kostnaðarlausu.
Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. 2. mars 2022 11:31
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. 21. janúar 2022 08:00