Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 10:25 Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56