Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol Smári Jökull Jónsson, Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2022 07:25 Foreldrar 18 mánaða drengs, sem lést í stríðinu í Mariupol í dag, koma aðvífandi á sjúkrahús. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira