Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 16:14 Arnar Már Magnússon gegndi stöðu forstjóra Play þegar flugfélagið var kynnt til leiks. Vísir/Vilhelm Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. „Auk þess að vera með mikla reynslu af flugrekstri er Arnar flugmaður og hefur hann ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið og fara að fljúga í fullu starfi. Arnar mun þó áfram sinna flugrekstrartengdum verkefnum hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að Guðni hafi víðtæka reynslu af flugrekstri og mikla stjórnunarreynslu en hann var deildarstjóri áhafnadeildar hjá WOW air á árunum 2018 til 2019. Þar á undan starfaði Guðni hjá Icelandair í 22 ár, síðast sem forstöðumaður þjálfunardeildar á árunum 2015-2018. Þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Icelandair. Guðni kemur til PLAY frá Rio Tinto á Íslandi þar sem hann hefur starfað sem gæðastjóri frá 2019. Guðni er með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Guðni nam við LSE í London.Play „Það hefur verið sannur heiður að taka þátt í að byggja upp PLAY, allt frá því að það var hugmynd og að sjá það verða að veruleika í þeirri mynd sem það er í dag. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með öllu því frábæra fólki sem er hjá PLAY og ég hlakka til að halda því áfram á öðrum vettvangi innan félagsins, en nú um borð í flugvélunum. Ég er stoltur á þessum tímamótum og þá sérstaklega af afrekum okkar sem teymi þar sem allir hafa lagt mikið á sig til þess að gera PLAY að því flotta fyrirtæki sem það er orðið. Ég lít svo á að tilgangi mínum við að koma PLAY í loftið sé lokið og ætla nú að sinna því sem mér finnst skemmtilegast en það er að fljúga með farþega okkar á vit ævintýranna. Frá sumri mun ég sinna starfi þjálfunarflugstjóra hjá félaginu og hlakka mikið til þess. Ég veit að flugrekstrarsvið PLAY er í frábærum höndum hjá Guðna og óska honum alls hins besta,” segir Arnar Már. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir Arnar hafa verið lykilmann í sögu Play en Arnar gegndi forstjórastöðu á sprotastigi fyrirtækisins. „Þar leiddi hann starfsmannahópinn í talsverðum mótvindi enda setti COVID-19 upphaflegu áætlanirnar úr skorðum og gerði ferlið lengra og erfiðara en áætlað hafði verið. Eftir að félagið hóf eiginlegan rekstur hefur Arnar verið öflugur stjórnandi og byggt upp flugrekstrarteymið þannig að flugreksturinn hefur gengið eins og smurð vél og starfsandinn hefur verið gríðarlega góður. Ég hef mikinn skilning á því að háloftin kalli á Arnar sem flugmann og ber mikla virðingu fyrir ákvörðun hans enda höfum við rætt hana í langan tíma. Ég verð þó að segja að ég mun sakna Arnars sem öflugs liðsmanns framkvæmdastjórnar félagsins en á sama tíma hlakka ég til að hitta hann um borð hjá PLAY og óska honum góðs gengis og þakka honum frábær störf á mikilvægum tímum í sögu PLAY. Flugrekstrarsviðið er mjög þýðingarmikil eining innan fyrirtækisins og það er vandasamt verk að ráða inn nýjan stjórnanda. Ég er algjörlega sannfærður um að við höfum fundið frábæran leiðtoga í Guðna Ingólfssyni. Flugrekstrarteymið er öflugt, faglegt og metnaðarfullt og Guðni mun halda áfram að styrkja það og efla á sama tíma og rekstur PLAY fer ört vaxandi. Guðni býr yfir víðtækri reynslu úr flugrekstri sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins, hann þekkir að auki vel til innviða PLAY og þeirra verkefni sem bíða hans hjá okkur. Ég býð hann velkominn og hlakka mjög til að vinna með honum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Auk þess að vera með mikla reynslu af flugrekstri er Arnar flugmaður og hefur hann ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið og fara að fljúga í fullu starfi. Arnar mun þó áfram sinna flugrekstrartengdum verkefnum hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að Guðni hafi víðtæka reynslu af flugrekstri og mikla stjórnunarreynslu en hann var deildarstjóri áhafnadeildar hjá WOW air á árunum 2018 til 2019. Þar á undan starfaði Guðni hjá Icelandair í 22 ár, síðast sem forstöðumaður þjálfunardeildar á árunum 2015-2018. Þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Icelandair. Guðni kemur til PLAY frá Rio Tinto á Íslandi þar sem hann hefur starfað sem gæðastjóri frá 2019. Guðni er með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Guðni nam við LSE í London.Play „Það hefur verið sannur heiður að taka þátt í að byggja upp PLAY, allt frá því að það var hugmynd og að sjá það verða að veruleika í þeirri mynd sem það er í dag. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með öllu því frábæra fólki sem er hjá PLAY og ég hlakka til að halda því áfram á öðrum vettvangi innan félagsins, en nú um borð í flugvélunum. Ég er stoltur á þessum tímamótum og þá sérstaklega af afrekum okkar sem teymi þar sem allir hafa lagt mikið á sig til þess að gera PLAY að því flotta fyrirtæki sem það er orðið. Ég lít svo á að tilgangi mínum við að koma PLAY í loftið sé lokið og ætla nú að sinna því sem mér finnst skemmtilegast en það er að fljúga með farþega okkar á vit ævintýranna. Frá sumri mun ég sinna starfi þjálfunarflugstjóra hjá félaginu og hlakka mikið til þess. Ég veit að flugrekstrarsvið PLAY er í frábærum höndum hjá Guðna og óska honum alls hins besta,” segir Arnar Már. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir Arnar hafa verið lykilmann í sögu Play en Arnar gegndi forstjórastöðu á sprotastigi fyrirtækisins. „Þar leiddi hann starfsmannahópinn í talsverðum mótvindi enda setti COVID-19 upphaflegu áætlanirnar úr skorðum og gerði ferlið lengra og erfiðara en áætlað hafði verið. Eftir að félagið hóf eiginlegan rekstur hefur Arnar verið öflugur stjórnandi og byggt upp flugrekstrarteymið þannig að flugreksturinn hefur gengið eins og smurð vél og starfsandinn hefur verið gríðarlega góður. Ég hef mikinn skilning á því að háloftin kalli á Arnar sem flugmann og ber mikla virðingu fyrir ákvörðun hans enda höfum við rætt hana í langan tíma. Ég verð þó að segja að ég mun sakna Arnars sem öflugs liðsmanns framkvæmdastjórnar félagsins en á sama tíma hlakka ég til að hitta hann um borð hjá PLAY og óska honum góðs gengis og þakka honum frábær störf á mikilvægum tímum í sögu PLAY. Flugrekstrarsviðið er mjög þýðingarmikil eining innan fyrirtækisins og það er vandasamt verk að ráða inn nýjan stjórnanda. Ég er algjörlega sannfærður um að við höfum fundið frábæran leiðtoga í Guðna Ingólfssyni. Flugrekstrarteymið er öflugt, faglegt og metnaðarfullt og Guðni mun halda áfram að styrkja það og efla á sama tíma og rekstur PLAY fer ört vaxandi. Guðni býr yfir víðtækri reynslu úr flugrekstri sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins, hann þekkir að auki vel til innviða PLAY og þeirra verkefni sem bíða hans hjá okkur. Ég býð hann velkominn og hlakka mjög til að vinna með honum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira