Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:18 Rússneskur hermaður liggur í valnum við hliðina á eyðilögðum herbíl. AP Photo/Vadim Ghirda Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49