Óskað er eftir leiðtoga Inga Lind Karlsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar