Óskað er eftir leiðtoga Inga Lind Karlsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun