Burt með einkaþoturnar! Stefán Pálsson skrifar 3. mars 2022 14:01 Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Vinstri græn Fréttir af flugi Stefán Pálsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar