Þarf að greiða 1,5 milljón í tannlæknakostnað Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 2. mars 2022 20:30 Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun