Kapphlaupið um milljónirnar í Garðabæ Ingvar Arnarson skrifar 2. mars 2022 18:00 Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun