Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2022 08:55 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í sal fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í nótt. Vinstra megin við hann er Kamala Harris, varaforseti, og hægra megin er Nancy Pelosi, þingforseti. AP/Saul Loeb Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. Þá lýsti forsetinn yfir stuðningi við Úkraínumenn en í upphafi ræðu hans bað hann þingmenn beggja flokka um að standa upp og heiðra úkraínsku þjóðina, við mikil fagnaðarlæti þingmanna. „Pútín [forseti Rússlands] getur umkringt Kænugarð með skriðdrekum en hann mun aldrei vinna sér hjörtu og sál úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Biden. Hann sagði að Úkraínumenn myndu enn berjast fyrir frelsi. Ræða Bidens var 62 mínútna löng og fór hann um víðan völl. Vinsældir hans í Bandaríkjunum hafa aldrei mælst lægri en nú og þarf hann að snúa þeirri þróun með tilliti til þess að þingkosningar verða haldnar vestanhafs seinna á þessu ári. Fjallaði um þörfina á að standa í hárinu á einræðisherrum Varðandi Úkraínu lofaði Biden heimamenn fyrir varnir þeirra og ræddi um nýjan kraft meðal vesturveldanna svokölluðu sem ynnu að því að aðstoða Úkraínumenn með vopnasendingum og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. „Það ætti ekki að þurfa eitthvað svo hræðilegt svo heimurinn sæi hvað væri í húfi en nú sjá það allir skýrt,“ sagði Biden. „Í baráttunni milli lýðræðis og alræðis, eru lýðræðisríki að rísa upp og heimurinn er bersýnilega að velja frið og öryggi.“ Biden varaði við því að refsiaðgerðir gegn Rússlandi myndu að einhverju leyti koma niður á hagkerfi Bandaríkjanna en ef ekki yrði haldið aftur af Vladimír Pútín, forseta Rússlands, núna yrði það dýrara seinna meir. „Í gegnum sögu okkar höfum við lært þá lexíu að þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir árásir þeirra, valda þeir meiri óreiðu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnin gagnvart Bandaríkjunum eykst,“ sagði Biden. Hér má sjá samantekt AP fréttaveitunnar yfir það helsta sem Biden sagði í stefnuræðu sinni í nótt. Í grein Politico segir að í stuttu máli hafi ræða Bidens gengið út á það að sannfæra Bandarísku þjóðina um að hann hefði staðið sig vel í starfi, eins og allar stefnuræður forseta Bandaríkjanna snúast um. Demókratar óttast að líkur þeirra til velgengni í komandi kosningum séu slæmar og Biden hefur þurft að vera í varnarstöðu gegn Repúblikönum síðustu mánuði. Biden nefndi að hann hefði tilnefnt þeldökka konu til Hæstaréttar Bandaríkjanna og ítrekaði að ríkisstjórn hans hefði komið tveimur gífurlega mikilvægum frumvörpum í gegnum þingið. Þar á meðal frumvarp um fjárveitingar til innviðabyggingar og viðgerða í Bandaríkjunum, sem Biden sagði mikla þörf á. Hann nefndi einnig að hann hefði lækkað lyfjaverð, gert barnaumönnun ódýrari, hækkað skatta á ríka og gripið til aðgerða til að halda aftur af veðurfarsbreytingum. Biden nefndi einungis einu sinni kosningar í Bandaríkjunum og það var þegar hann gagnrýndi viðleitni Repúblikanaflokksins til að gera fólki erfiðara að kjósa víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði kosningaréttinn einn helsta rétt Bandaríkjanna og að sá réttur væri í hættu. „Í ríki eftir ríki er búið að setja ný lög, ekki bara til að gera fólki erfiðara að kjósa, við höfum séð það áður, heldur til að breyta niðurstöðum kosninga,“ sagði Biden. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Þá lofaði Bidens árangur Bandaríkjanna gegn kórónuveirunni og sagði að áhersla ríkisstjórnar hans á bólusetningar hefðu skilað þeim árangri sem hefði náðst. Hér má sjá ræðu Bidens í heild sinni. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Þá lýsti forsetinn yfir stuðningi við Úkraínumenn en í upphafi ræðu hans bað hann þingmenn beggja flokka um að standa upp og heiðra úkraínsku þjóðina, við mikil fagnaðarlæti þingmanna. „Pútín [forseti Rússlands] getur umkringt Kænugarð með skriðdrekum en hann mun aldrei vinna sér hjörtu og sál úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Biden. Hann sagði að Úkraínumenn myndu enn berjast fyrir frelsi. Ræða Bidens var 62 mínútna löng og fór hann um víðan völl. Vinsældir hans í Bandaríkjunum hafa aldrei mælst lægri en nú og þarf hann að snúa þeirri þróun með tilliti til þess að þingkosningar verða haldnar vestanhafs seinna á þessu ári. Fjallaði um þörfina á að standa í hárinu á einræðisherrum Varðandi Úkraínu lofaði Biden heimamenn fyrir varnir þeirra og ræddi um nýjan kraft meðal vesturveldanna svokölluðu sem ynnu að því að aðstoða Úkraínumenn með vopnasendingum og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. „Það ætti ekki að þurfa eitthvað svo hræðilegt svo heimurinn sæi hvað væri í húfi en nú sjá það allir skýrt,“ sagði Biden. „Í baráttunni milli lýðræðis og alræðis, eru lýðræðisríki að rísa upp og heimurinn er bersýnilega að velja frið og öryggi.“ Biden varaði við því að refsiaðgerðir gegn Rússlandi myndu að einhverju leyti koma niður á hagkerfi Bandaríkjanna en ef ekki yrði haldið aftur af Vladimír Pútín, forseta Rússlands, núna yrði það dýrara seinna meir. „Í gegnum sögu okkar höfum við lært þá lexíu að þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir árásir þeirra, valda þeir meiri óreiðu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnin gagnvart Bandaríkjunum eykst,“ sagði Biden. Hér má sjá samantekt AP fréttaveitunnar yfir það helsta sem Biden sagði í stefnuræðu sinni í nótt. Í grein Politico segir að í stuttu máli hafi ræða Bidens gengið út á það að sannfæra Bandarísku þjóðina um að hann hefði staðið sig vel í starfi, eins og allar stefnuræður forseta Bandaríkjanna snúast um. Demókratar óttast að líkur þeirra til velgengni í komandi kosningum séu slæmar og Biden hefur þurft að vera í varnarstöðu gegn Repúblikönum síðustu mánuði. Biden nefndi að hann hefði tilnefnt þeldökka konu til Hæstaréttar Bandaríkjanna og ítrekaði að ríkisstjórn hans hefði komið tveimur gífurlega mikilvægum frumvörpum í gegnum þingið. Þar á meðal frumvarp um fjárveitingar til innviðabyggingar og viðgerða í Bandaríkjunum, sem Biden sagði mikla þörf á. Hann nefndi einnig að hann hefði lækkað lyfjaverð, gert barnaumönnun ódýrari, hækkað skatta á ríka og gripið til aðgerða til að halda aftur af veðurfarsbreytingum. Biden nefndi einungis einu sinni kosningar í Bandaríkjunum og það var þegar hann gagnrýndi viðleitni Repúblikanaflokksins til að gera fólki erfiðara að kjósa víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði kosningaréttinn einn helsta rétt Bandaríkjanna og að sá réttur væri í hættu. „Í ríki eftir ríki er búið að setja ný lög, ekki bara til að gera fólki erfiðara að kjósa, við höfum séð það áður, heldur til að breyta niðurstöðum kosninga,“ sagði Biden. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Þá lofaði Bidens árangur Bandaríkjanna gegn kórónuveirunni og sagði að áhersla ríkisstjórnar hans á bólusetningar hefðu skilað þeim árangri sem hefði náðst. Hér má sjá ræðu Bidens í heild sinni.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01