Evrópudagur talþjálfunar: Talmeinafræðingar þjóna öllum æviskeiðum Eyrún Ísfold Gísladóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Hjördís Hafsteinsdóttir skrifa 2. mars 2022 08:00 Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar