Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:53 Míkhaíl Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Stöð 2/Arnar Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00