Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2022 07:31 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. Stefanie Loos-Pool/Getty Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira