Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2022 07:31 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. Stefanie Loos-Pool/Getty Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Bílalestin er sögð vera rúmlega fimm kílómetra löng. Satellite images show large unit of Russian troops near #Kyiv. Hundreds of vehicles, around 40 miles NW of the capital. #Ukraine @maxar https://t.co/ZUmqXaa16Z pic.twitter.com/76uhzZcmZb— Christoph Koettl (@ckoettl) February 27, 2022 Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði fyrr í dag að borgin væri umkringd og að ekki væri hægt að koma matvælum eða lyfjum til hennar. Sömuleiðis væri ekki hægt að flytja almenna borgara sem taka ekki þátt í vörnum Kænugarðs á brott. Talsmaður Klitskós sagði hins vegar nú fyrir skömmu að orð borgarstjórans hefðu verið rangtúlkuð. Borgin væri ekki alveg umkringd enn. Pútín hnyklar kjarnorkuvöðvana Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturveldanna. Kjarnorkusveitirnar stjórna notkun kjarnavopna, efnavopna og annarra gereyðingarvopna Rússlands. „Vestræn ríki hafa ekki aðeins tekið óvinsamleg efnahagsleg skref gegn landinu okkar heldur hafa leiðtogar mikilvægra Nato-ríkja verið agressívir í yfirlýsingum gegn okkur. Þess vegna hef ég virkjað kjarnorkusveitir landsins,“ segir Pútín í ávarpi sem hann flutti í dag. Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í kjarnorkuvopnum Rússa, segir Pútín hafa hótað mjög greinilega að nota kjarnavopn í ávarpi hans á mánudag þegar hann sagði: „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er.“ Þetta er það sem við vitum núna: Vissir rússneskir bankar verða fjarlægðir úr Swift kerfinu í dag, sem er talið er að muni hafa gríðarleg áhrif á rússneskt efnahagslíf. Úkraína er að stofna alþjóðlega hersveit, sem skipuð verður af sjálfboðaliðum. Þetta tilkynnti Volódímír Selenskíj, Úkraínuforseti í morgun. Minnst 352 Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa fallið í árásum Rússa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu. 1.684 hafa særst og þar af 116 börn. Flóttamenn streyma enn til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Talið er að meira en hundrað þúsund hafi komist yfir til Póllands á síðustu tveimur dögum. Sendinefnd Úkraínu mun hitta sendinefnd Rússlands á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu til friðarviðræðna. Þetta segir Selenskíj í tilkynningu. Svo virðist sem Hvítrússar séu farnir að veita Rússum hernaðaraðstoð en úkraínski herinn sagði í morgun að hann hafi skotið niður hvítrússneska eldflaug yfir Kænugarði, sem skotið var af hvítrússneskri Tu-22 herþotu í morgun. Vladimír Pútín hefur fyrirskipað kjarnorkuhersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu. Evrópusambandið hefur ákveðið að senda Úkraínumönnum vopn. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið tekur ákvörðun sem þessa. Stærðarinnar rússnesk herdeild með fjölda herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, er nú sögð stefna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að kalla saman allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til neyðarfundar á morgun, vegna innrásarinnar. Rússar settu sig á móti því en hafa ekki neitunarvald um málefnið. Selenskí forseti greindi frá því á Twitter að hann hefði rætt við forsætisráðherra Breta og forseta Póllands um auknar aðgerðir gegn Rússum. Þá ræddi hann við forseta framkvæmdastjórnar ESB um mögulega aðild Úkraínu að sambandinu. Við munum fylgjast áfram með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira