Innlent

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikill erill virðist hafa verið í borginni fyrstu nóttina eftir að allar afléttingar voru afnumdar.
Mikill erill virðist hafa verið í borginni fyrstu nóttina eftir að allar afléttingar voru afnumdar. Vísir/Vilhelm

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Eitthvað var þá um hávaðatilkynningar og aðstoðarbeiðnir vegna ölvunar. Sömuleiðis talsvert um slys á fólki. Þrjú umferðaróhöpp voru skráð í bók lögreglu í nótt. 

Einn var handtekinn í Hlíðunum vegna líkamsárásar og hann vistaður þar til hægt er að taka af honum skýrslu. Tvær til viðbótar voru handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um líkamsárás og þeir sömuleiðis vistaðir í fangaklefa. 

Eins og fram kemur hér að ofan voru níu teknir fyrir akstur undir áhrifum, annað hvort fíkniefna og/eða áfengis. Sex þeirra voru sviptir ökuréttindum eða ekki með gild ökuréttindi. 

Einn þeirra ökumanna var handtekinn og látinn laus að lokinni sýnatöku en farþegi bifreiðarinnar var hins vegar handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna, vepna vopnalagabrota og vegna brota á lyfjalögum. Sá var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×