Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. febrúar 2022 00:14 Greint var frá dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í síðustu viku en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Vísir/Vilhelm Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennara milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem skylda stjórnvalda til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn fyrir hvers kyns ofbeldi var ítrekuð. Niðurstaðan í dómsmáli kennarans í Dalvík hafi því verið reiðarslag en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Hvergi hafi verið minnst á 19. grein Barnasáttmálans eða réttindi nemandans. „Þá er ekki minnst á að milli barns og fullorðins einstaklings ríkir valdaójafnvægi sem gerir barnið tilfinningalega, vitsmunalega og líkamlega viðkvæmara. Þess í stað er orðfæri dómsins gildishlaðið og látið að því liggja að viðbrögð barnsins hafi verið röng en viðbrögð fullorðna aðilans hafi verið rétt og jafnvel eðlileg,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Áhyggjuefni ef dómstólar ýta undir fordóma gegn börnum Þau segja dóminn vafalaust koma flestum sem vinna með börnum spánskt fyrir sjónir og segja ámælisvert að í dómnum sé hvorki að finna viðurkenningu á viðkvæmri stöðu barnsins né áréttingu dómara um að það skuli aldrei beita börn ofbeldi. Í dómnum sé vísað til reglugerðar sem ítrekar skyldu starfsfólks til að bregðast við ef háttsemi nemenda leiðir af sér hættu fyrir aðra, sem og laga sem kveða á um að nemendur skuli hlíta fyrirmælum starfsfólks. Aftur á móti sé ekki minnst á það að í sömu reglum og lögum sé kveðið á um að starfsfólk skóla skuli bera velferð nemenda fyrir brjósti og sýna þeim stuðning. „Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að niðurstaða dómsins sé að ekki hafi verið um gróft brot í starfi að ræða, en þá niðurstöðu verður að skoða í ljósi þess að hvergi er minnst á réttindi barnsins. Ljóst er að dómurinn leggur sig fram um að réttlæta ofbeldi gegn barni, þrátt fyrir að hann segist ekki samþykkja það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þau það áhyggjuefni ef dómstólar landsins ýta undir fordóma gagnvart börnum. „Það færir baráttuna fyrir réttindum barna áratugi aftur í tímann. Við skorum á dómstóla landsins til þess að fylgja Barnasáttmálanum, berjast gegn fáfræði um réttindi barna, tryggja vernd barna, og ábyrgð fullorðinna.“ Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennara milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem skylda stjórnvalda til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn fyrir hvers kyns ofbeldi var ítrekuð. Niðurstaðan í dómsmáli kennarans í Dalvík hafi því verið reiðarslag en samtökin segja skeytingarleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir hafa verið að finna í dóminum. Hvergi hafi verið minnst á 19. grein Barnasáttmálans eða réttindi nemandans. „Þá er ekki minnst á að milli barns og fullorðins einstaklings ríkir valdaójafnvægi sem gerir barnið tilfinningalega, vitsmunalega og líkamlega viðkvæmara. Þess í stað er orðfæri dómsins gildishlaðið og látið að því liggja að viðbrögð barnsins hafi verið röng en viðbrögð fullorðna aðilans hafi verið rétt og jafnvel eðlileg,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Áhyggjuefni ef dómstólar ýta undir fordóma gegn börnum Þau segja dóminn vafalaust koma flestum sem vinna með börnum spánskt fyrir sjónir og segja ámælisvert að í dómnum sé hvorki að finna viðurkenningu á viðkvæmri stöðu barnsins né áréttingu dómara um að það skuli aldrei beita börn ofbeldi. Í dómnum sé vísað til reglugerðar sem ítrekar skyldu starfsfólks til að bregðast við ef háttsemi nemenda leiðir af sér hættu fyrir aðra, sem og laga sem kveða á um að nemendur skuli hlíta fyrirmælum starfsfólks. Aftur á móti sé ekki minnst á það að í sömu reglum og lögum sé kveðið á um að starfsfólk skóla skuli bera velferð nemenda fyrir brjósti og sýna þeim stuðning. „Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að niðurstaða dómsins sé að ekki hafi verið um gróft brot í starfi að ræða, en þá niðurstöðu verður að skoða í ljósi þess að hvergi er minnst á réttindi barnsins. Ljóst er að dómurinn leggur sig fram um að réttlæta ofbeldi gegn barni, þrátt fyrir að hann segist ekki samþykkja það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þau það áhyggjuefni ef dómstólar landsins ýta undir fordóma gagnvart börnum. „Það færir baráttuna fyrir réttindum barna áratugi aftur í tímann. Við skorum á dómstóla landsins til þess að fylgja Barnasáttmálanum, berjast gegn fáfræði um réttindi barna, tryggja vernd barna, og ábyrgð fullorðinna.“
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03
Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. 21. febrúar 2022 21:23
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43