Stjörnumenn afar ósáttir við Akureyrarbæ og KSÍ vegna „slysagildrunnar“ Bogans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 13:31 Hilmar Árni Halldórsson meiddist í leik Stjörnunnar og Þórs í Boganum á laugardaginn. Óttast er að Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi meiðst illa á hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Stjörnumenn eru afar ósáttir við að hafa þurft að spila í Boganum á Akureyri og kalla knatthúsið slysagildru. Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira