Einföldun verkferla innan borgarkerfisins Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2022 13:00 ...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar